34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 25. janúar 2024 kl. 09:03


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Dagskrárlið frestað.

2) 479. mál - Náttúrufræðistofnun Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Einarsson frá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn.

3) 535. mál - landsskipulagsstefna fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 09:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Valdísi Ösp Árnadóttur frá innviðaráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

4) 400. mál - umferðarlög Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið.

5) 585. mál - Umhverfis- og orkustofnun Kl. 10:14
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Tillaga um að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins
var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27